miðvikudagur, mars 09, 2005

Fullt að gerast

Halló Heimur.
Í gær hitti ég MH-klúbbinn minn... það vantar ennþá nafn á okkur - þarf að leggja hausinn í bleyti hvað það varðar! En ég, Sigrún Ósk, María, Unnur, Beta og Dröfn hittumst á Vegamótum og fengum okkur gott að borða :) Við erum allar í sitthvorri greininni, frekar fyndið. Ég viðskiptafræðingur, Sigrún í félagsráðgjöf, María flugumferðastjóri, Unnur grafískur hönnuður, Beta í lögfræði og Dröfn í sjúkraþjálfun. Það vantaði bara Eyrúnu (verkfræði) og Ásu Maríu (læknisfræði). Eftir Vegamót hélt gleðin síðan áfram með því að fara heim til Unnar að fá sér ís, nema ég fór bara heim - alveg búin eftir takmarkaðan svefn nóttina áður og æfingu fyrr um kvöldið. En það var mjög gaman að hitta gellurnar, og við ætlum að tjútta saman um páskana, þegar Ása kemur heim frá Danmörku í páskafrí. Það eina sem skyggði á þennan hitting, var að á sama tíma var stórleikurinn Chelsea - Barcelona. Þetta var víst rosalegur leikur, 6 mörk skoruð og Chelsea komið áfram :) En svona er lífið... ekki hægt að gera allt híhí
Annars er það að frétta að í morgun fór ég í áhugasviðskönnunina STRONG. Prófið var haldið í íþróttahúsi HÍ og þetta var enginn smá spurningalisti... Reyndar þurfti ég að punga út 6.000 kalli, en ég held að þetta sé mjög sniðugt - sérstaklega fyrir óvissa kjána eins og mig ;) Ég fæ út úr þessu prófi 31.mars kl. 10... bara get ekki beðið! Eftir prófið skrapp ég heim til Brands og við fengum okkur Little Ceasar pizzu :þ Það voru steinbítskinnar með bankabyggi & sveppum og makkarónugrautur á boðstólum í vinnunni... langaði ekkert voða í það.
Svo er leikur kl. 18 í kvöld, Víkingur - Valur. Spennan í fyrirrúmi - allir á völlinn!!
Jæja farin að vinna!
L8ter