föstudagur, ágúst 26, 2005

Bylgja 25 ára

Mín elsta og besta vinkona á afmæli í dag :) Við erum búnar að vera vinkonur síðan í 7 ára bekk, með smá pásu þó... en þá vorum við bara ráðvilltir ungir stelpukjánar ;)
Til hamingju með daginn elsku Bylgja mín!

Svo heldur þetta yndæla stúlkubarn partý í kvöld - í tilefni þessa merkilega dags. Þá verður skálað! :þ

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Halló Heimur
Nú á ég einungis eftir að mæta 5 sinnum í vinnuna, svo tekur skólinn við þann 1.september. Ég virkilega get ekki beðið eftir að hætta þessu 8-16 stússi og fengið aðeins að ráða mínum eigins tíma! Enda er ég búin að vinna síðan seinni hluta desember á síðasta ári... úfff. Stundataflan mín lítur bara ágætlega út, þá að þetta séu bara drög. En vonandi breytist hún ekki mikið.
Bless í bili!
kv.Johnson

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Sigrún Ósk 25 ára!


Sigrún Ósk Björgvinsdóttir "Lafðin" góðvinkona mín á afmæli í dag! Hún er 25 ára og erum við því aftur orðnar jafngamlar ;) Til hamingju með daginn Sigrún mín, við sjáumst á eftir!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Jæja, hvað er að frétta? Það er kominn 9.ágúst og sumarið bara bráðum að enda! Byrja í skólanum eftir rúmar 3 vikur... var að lesa í dv í dag að það væri ekki hagstætt að læra markaðsfræði nú á dögum. En ég meina, það getur ekki skaðað mann að læra, hvað svo sem maður lærir... er það nokkuð? Ekki að ég taki heldur of mikið mark á DV ;) Svo get ég líka bara sagt að ég sé að fara læra alþjóða viðskiptafræði (því að námið mitt heitir því langa nafni Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti)
Úfff svo var Hrefnupiparsteik í hádegismat í dag... og get ekki sagt að það hafi verið gott :S Gat varla tuggið helvítið! Skrapp annars í hádeginu í Bónus og fjárfesti í þessu líka yndislega vöfflujárni mmm hlakka bara til þegar Brandur kemur með heitar vöfflur og kaffi í rúmið til mín hahahaha :þ
Svo er líka stórmerkilegt að gerast á eftir! Ég er að fara á mína fyrstu körfuboltaæfingu með ÍS gellunum :D Það ætti nú að verða skrautlegt hehe, Alda ætlar að lána (gefa ;) mér körfuboltaskó, því að ekki get ég nú mætt í handboltagallanum... þó að það yrði svakalega fyndið.
Mmmm svo ætlum við Brandos að elda okkur kjúklingabringur í Tikka Masala og horfa svo á áhugaverðan þátt á RÚV, um stríðsárin á Íslandi.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Home alone

Komin með nettan leiða á ungfrú Jolie og barni... þannig ég ákvað að skrifa e-ð nýtt! Enda er Stórholtið loksins orðið nettengt - nú verður gaman. Ég skrapp aðeins heim til m+p áðan, til að lita augabrúnir og augnhár Sigrúnar systur. Tókst bara þvílíkt vel, þó ég segi sjálf frá... setti tímamet og allt held ég.
Annars er ég bara ein heima, hanga á netinu og hafa það kósí. Kaupmaðurinn að vinna langt frameftir :(
Verslunarmannahelgin var fín - Innipúkinn stóð ágætlega fyrir sínu, en uppúr stóð BlondeRedhead, Jonathan (gaurinn sem syngur í There's something about Mary), Cat Power og að sjálfsögðu Donna Mess. En það eru þrjár gellur sem dansa við og syngja robot tónlist. Leiðinlegt var samt að missa af Úlpu, því að ég hef aldrei séð þá live... en vonandi bætir maður úr því sem fyrst!
En jæja, það má nú ekki skrifa of mikið hérna fyrir alheiminn...
þannig ég býð bara góða nótt
Luv Johnson