laugardagur, september 25, 2004

2 stig komin í pottinn!! :)

Halló Heimur.
Við í Víking vorum að keppa áðan við Fram, og niðurstaðan var sigur 20-26 :) Hér er smá grein um leikinn... Ég spilaði aðallega í vörninni, en setti þó 2 afburða falleg mörk ;) Var búin að lofa að skora eitt mark fyrir Eyrúnu Öldu litlu frænku, úfff eins gott að mér tókst það hehe
Næsti leikur er svo við ÍBV, og er það útileikur næstkomandi laugardag. Ávallt spennandi að fara til Vestmannaeyja... verður flogið...verður ekki flogið.... maður lifir í óvissunni!!
En nóg um handboltann í bili, er að fara í shower power og gera mig fína fyrir kvöldið. Ég, Lafðin, Tulla og Eva ætlum að hittast og jafnvel fá okkur nokkra öllara :P Hlakka mikið til, held ég hafi ekki séð Evu bara í 10 ár.... þetta verður stuð og stemning!
L8ter