Alltaf að blogga bara...
Halló halló
Ég eignaðist nýjan frænda 21.mars síðasta, hann rétt náði að komast í klúbb hinna mögnuðu hrúta! Til hamingju með það sæti frændi :) En sá dáðadrengur mun vera sonur Rakelar frænku og Gunnars eiginmanns hennar... hann er víst kallaður Hemmi Gunn svona til að byrja með ;) Hamingju óskir til þeirra!! :)
Svo er ég bara hætt í skólanum og að leita að vinnu! Já svona er lífið - maður gerir bara eitthvað ;) En ég var einmitt í atvinnuviðtali í dag - var "smá" stressuð, var örugglega eins og rautt epli í framan - en held að þetta hafi samt gengið ágætlega. Nú er bara að bíða og vona! Er þvílíkt sátt við að komast í viðtal því að það sóttu um 70 manns um og 5 boðnir í viðtal til að byrja með - ekki slæmt hjá minni ;)
Á morgun er svo árshátíð. Fer með ástmanni mínum og hans skóla, búin að fá lánaðan kjól og hálsmen hjá Öldu sys (takk knúsí, hann smell passar - má samt ekki borða mikið um kvöldið hehe)
Bless í bili!
<< Home