miðvikudagur, september 29, 2004

2750...

...metra hljóp ég í Cooper-testinu sem við í Víking þurftum að taka á mánudaginn síðasta. Ég hefði nú viljað hlaupa 7 hringi (vorum sko á alvöru hlaupabraut í Kaplakrika) en niðurstaðan var víst 6 og 7/8 hringir...vona að þetta sé rétt reiknað hjá mér ;) Tók nú nett djamm á laugardaginn og fékk mér djúsí pizzu fyrir hlaupið, þannig ég segi bara að það hefði munað því! Í síðasta Cooper-testi sem við tókum í ágúst, minnir mig, hljóp ég 2.500 metra... en þá var líka stormur úti...úfff hrillir ennþá í mér þegar ég hugsa til baka.
Annars er ég bara í tíma núna, fín stemning í THÍ. Svo er frí á æfingu í kvöld, þannig ætli mar noti ekki tímann og reyni að læra smá (",) En jæja ætli ég þurfi ekki að fylgjast eitthvað með tímanum, annars hefði ég alveg eins getað verið heima sofandi, mmmmmm
L8ter