sunnudagur, september 26, 2004

Helgin bara búin :S

Halló Heimur.
Gærkvöldið fór nú ekki alveg eins og ég hafði haldið, en það var samt rosa gaman hjá mér. Fór í smá bílskúrspartý með Öldu sys og körfubolta vinkonum hennar. Ætlaði svo á Hverfisbarinn með þeim en nennti ekki að bíða í röðinni. (kemur á óvart) Fór því frekar á Vegamót að hitta hana Unni vinkonu, enda allt of langt síðan ég hafði séð hana! Við skemmtum okkur þvílíkt og dönsuðum mikið bæði á Vegamótum og Prikinu. Hitti líka Helgu eðal vinkonu og hún var í svaka stuði með okkur fram á rauða nótt :)
Í dag er ég annars bara búin að horfa á TV , nörrast á netinu og lærandi. Er að fara í próf á þriðjudaginn, í Integrated Marketing Communication.... sem er reyndar alveg fínn áfangi.

En jæja ætla að reyna að halda áfram að lesa.... er bara komin á kafla 3, ekki alveg nógu gott ;)
L8ter