miðvikudagur, maí 25, 2005

Heima er bezt

Jæja þá er ég mætt á klakann :) Ekki að það sé klaki úti, bara sól og sæla - en þetta er nú bara orðatiltæki, þannig enginn skaði skeður... Er rosalega þreytt - smá tímamismunavesen á mér, en það á nú að jafna sig fljótt ;)
Það var rosalega gaman úti, ætla að setja myndir inn fljótlega - bara í dag!
-
Helstu fréttirnar sem ég fékk þegar ég kom heim voru að Alda systir ætlar að flytja til Hollands með kærastanum ;) Þetta verður ekkert smá spennandi hjá þeim! Alda fer líklega aðeins á eftir honum út, eða um miðjan september. En á meðan búa þau saman í Blíðheimum þar sem að ég og Brandur erum að stinga af í Stórholtið :þ
-
Svo er Brandur bara væntanlegur heim eftir minna en viku - vá þá verður nú gaman :)