mánudagur, mars 14, 2005

Halló

Helgin búin og ný vinnuvika fædd. En jákvæða við það, er að þetta er síðasta heila vinnuvikan fyrir páska :) Í næstu viku er nebblega 5 daga helgi - frí fimmtudag, föstudag og mánudag!! Og það er yndislegt!
Leikurinn um helgina var slæmur... nenni ekki að tala um hann hérna :s EN það kemur leikur eftir þennan leik! Þannig það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi.
Mér var boðið í svakalegan kvöldverð í gær! 3 rétta veislu hjá foreldrum Brands. Í forrétt var humar og brauð, í aðalrétt var kjúklingur, sætar kartöflur og salat. Svo var frönsk súkkulaðikaka, jarðaber, rjómi og kaffi í eftirrétt..... þetta var ótrúlega gott! :þ

Hvað er annars framundan...
  • 19.mars FH-Víkingur m.fl. kvk
  • 24.-28. mars Páskafrí
  • 31.mars Fæ útkomuna úr STRONG (prófið sem ég tók um daginn)
  • 31.mars Opnunarsýning Brands
  • 31.mars, 2.apríl (6.apríl) 8 liða úrslit í handbolta kvk.
  • 1.apríl Brandur afmæli
  • 11.apríl Vala vinnufélagi afmæli
  • 16.apríl Afmælispartýið mitt
  • 17.apríl Ég afmæli
  • 18.apríl Alda Leif afmæli
  • 26.apríl Silla á að eiga kúlubúann
  • 7.maí Útskriftarsýning Unnar frá LHÍ
  • 16.maí María afmæli
  • 9.-24.maí Glóulingur í USA

Fer ekki lengra fram í tímann, því ég veit ekkert hvað gerist eftir að ég kem heim frá USA :)