miðvikudagur, júní 01, 2005

1.júní :)

Júní bara mættur á svæðið - welcommen! :) Brandur kom heim í gær, mikil gleði hjá Glóuling ;) Við fengum lyklana að Stórholtinu í gær og það verður byrjað að mála í dag! Óli, bróðir hans Brands á líka afmæli í dag, efast nú um að hann lesi bloggið mitt... en til hamingju samt sem áður ;)
Síðan komu Sigrún sys, Eyrún Alda og Kolbrún heim í morgun :) Leifur bara einn eftir í USA :( En það verður gaman að knúsa þær eftir vinnu :P
-
Svo erum við Valsstelpur að selja árskort hjá Iceland Spa & Fitness á 29.900 kall - eða 2.500 kr mánuðurinn - ekki mikið! Planið er nefnilega að fara í æfingaferð til Benedorm í lok ágúst og við verðum víst að safna fyrir því sjálfar... ;) Þetta virkar þannig að maður fær gjafabréf upp á árskort og ræður hvenær maður byrjar að nota það, sem er fínt fyrir þá sem eiga kort núna sem fer að klárast... Kortið gildir í öllum fjórum stöðvum, Baðhúsinu, Betrunarhúsinu, Sporthúsinu og Þrekhúsinu. Þú færð því aðgang að fjórum fullkomnum líkamsræktarstöðvum á verði einnar.
-
Baðhúsið býður konum á öllum aldri velkomnar í heilsulindina. Þar gefst kærkomin hvíld frá amstri hversdagsins í dekri og líkamsrækt.
Í Sporthúsinu er lögð áhersla á fjölbreytta íþróttaiðkun, á við körfubolta, fótbolta, skvass, tennis, golf, ásamt hefðbundinni starfsemi í líkamsræktarstöðvum og starfsemin sniðin að þörfum fjölskyldunnar.
Þrekhúsið og Betrunarhúsið eru hins vegar notalegar hverfisstöðvar þar sem lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu.
-
Ef einhver vill fá sér svona kort - þá endilega commentið eða hringið í mig (617-6649) :)