mánudagur, apríl 03, 2006

Landsbankaskvísa


Hvað haldiði! Ég er bara komin með vinnu í Landsbankanum! Yndislegt að vera ekki lengur með áhyggjur af atvinnumálum :) Nú er ég í fríi á Íslandi þangað til ég og ástmaður minn förum til Amsterdam, Brussel og Parísar 11. - 20. apríl, svo kem ég heim og byrja að vinna þann 21.apríl :) Starfsheitið mitt verður sem sagt þjónustufulltrúi, og verð ég staðsett í Austurstrætinu - ég hlakka bara mikið til að byrja að vinna! En hlakka þó fyrst til að fara í Evrópureisuna :þ Á meira að segja afmæli 17.apríl og þá verðum við í París... ekki slæmt ;)
Bæjó