mánudagur, desember 06, 2004

"Þú ert drekinn"

Halló Heimur
Er frekar nýkomin heim eftir próf númer 2. Úfff þetta var erfitt og langt próf en vona að ég hafi náð... gekk svona lala.

Það nýjasta af mér er að ég er ekki lengur í handbolta í Víking :( Vegna mikils álags hjá mér (er að útskrifast í BS.Viðskiptafræði í Tækniháskólanum núna um jólin) þá gat ég ekki gefið kost á mér í leikinn við Gróttu/KR sem var núna á sunnudaginn. Það var próf hjá mér daginn eftir og ég þurfti að læra :( Hef aldrei sleppt leik áður sökum anna í skóla... en nú gat ég ekki annað, enda má ekkert klikka ef maður ætlar sér að útskrifast.
EN ekki nóg með það að vera á bömmer yfir því að þurfa að læra í staðinn fyrir að spila handbolta, þá sagði þjálfi að ég ætti ekki að mæta aftur á æfingu!!! Það væri bara ekki liðið að leikmenn væru að taka sér frí í leikjum út af prófstressi... Annað hvort mæti ég í leikinn eða fæ ekki að koma aftur á æfingu hjá Víking! Þannig ég var bara látin fara!! Víkingsgirls eru þá einum meðlimi færri núna... og á eftir að sakna þeirra mikið enda frábær hópur :S
Ég veit ekki... mér finnst þetta ósanngjarnt, en endilega commentið ef þið eruð með skoðanir á þessu máli! Hefði ekki verið nóg að taka mig úr hópnum og segja við mig að þetta væri ekkert vel liðið. Sem ég veit alveg, er ekkert stúbit... en maður er ekki að fá borgað fyrir þetta, og þetta er manns áhugamál. Og ég tek námið framyfir, ekki spurning og sé ekki eftir þessari ákvörðun minni! Svo er ég virkilega búin að vera að reyna að samræma skólann og handboltann, en það tókst bara því miður ekki í þetta skipti.

Hver veit kannski fá mamma og pabbi drauminn sinn uppfylltann og ég fer bara í körfu með Öldu sys ;)


En alla vegna hér kemur helv.. jóladagtalið


Núna eru 18 dagar til jóla