fimmtudagur, desember 02, 2004

Fyrsta prófið búið - Bikarleikur

Vúhú!!! Þá er próf númer 1 búið :) Prófið var frá kl.13-16 í dag og mér gekk bara ágætlega, er rosalega fegin að það sé búið! Það er alltaf erfiðast að fara í fyrsta prófið, finnst mér allavegna.
Ekki fæ ég samt mikla pásu, því að ég á að mæta kl.18 upp í Vík. Við erum að fara að keppa í bikarnum, við Stjörnuna, rosalegur leikur!!!

En það er frítt á leikinn, þannig endilega komið í Víkina og hvetjið okkur Víkingspæjur ;) Leikurinn byrjar kl. 19:15.

EN jæja ætla að fara að undirbúa mig fyrir leikin ;)
L8ter