föstudagur, nóvember 05, 2004

Halló halló

Var að horfa á England-Frakkland frá EM 2004... úff rosalegur leikur!! Þetta var leikurinn þar sem Frakkland skoraði 2 mörk eftir að 90 mínútur voru liðnar. Ekki að ég sé svona rosaleg fótbolta bulla, þó mar horfi nú stundum á leiki, þá er þetta einn liður í lokaverkefninu mínu... mikil gleði þar á ferð ;)

Það eru komnar nýjar myndir af okkur Víkingsstelpum á vikingur.is....ótrúlega myndarlegt lið ;)

Svo er maður búinn að fá þær fregnir að við Alda sys þurfum að skila í búðinni 31.maí næstkomandi... þannig þetta verða síðustu jólin okkar saman hérna í Blíðheimum... :S Ætlum að reyna að gera e-ð crazy þessi jól vegna þess :)

En allavegna er að fara á æfingu í Réttó því að það er mót í gangi í Víkinni!

L8ter