sunnudagur, október 31, 2004

Njóttu þess að vera í námi

Halló Heimur
Það eru 53 dagar til jóla.
Tíminn líður ekki alveg nógu hratt samt... ég vildi að það væri 10.desember! Þá væri ég búin með prófin, búin að skila lokaverkefninu og Alda amma á einnig ammæli þennan góða dag... :)

Ég var ekki með í leiknum á laugardaginn... ég var ekki enn orðin nógu góð í hálsinum :( EN gellurnar tóku sig bara til og unnu Stjörnuna!!! Og alveg frekar örugglega, þetta var sniiilldd!! Og að eigin sögn þá segjast Stjörnustelpur hafa skitið upp á bak... usss og það í TV. Maður fer bara að hugsa um hvort maður sé óhappadýr... því þetta er fyrsti leikurinn í ár sem ég er ekki með.... hummmm :/

Mér líður nú mun betur núna í hálsinum, þökk sé fjöldamörgum baðferðum íbúfeni og Blue Relief hitapokum :þ

En jæja, það er próf hjá mér á þriðjudaginn, þannig held ég haldi áfram að læra....
L8ter