mánudagur, október 18, 2004

Jæja, er enn að vinna mig uppúr þunglyndi helgarinnar...en það liggur allt uppá við ;) Næsti leikur er ekki fyrr en þarnæsta fimmtudag, þannig við höfum fínan tíma til að æfa eins og geðsjúklingar. Ég hata að tapa...er komin með nett ógeð af því bara... við erum bara með 2 stig í deildinni og einungis eitt lið á milli okkar og botnsins!! Iss ég bara er ekki að trúa þessu :/ ætti maður kannski bara að leggjast í afneitun, frekar en þunglyndi....?? En það er víst nóg eftir að deildinni, ef maður vitnar í Óskar coach, þýðir víst lítið að gefast upp ;)

Úfff svo týndi ég debet-kortinu mínu um helgina... var e-ð að vesenast með það í rassvasanum... hvernig datt mér það í hug?? En djammið var samt bara þokkalegt. Ég, Bylgja og Stebbi fórum á Celtic og vorum þar bara endalaust... frekar fyndið.
Þarna var svo e-r vibba jakkafata maður, já eldri maður að reyna við stelpuna.... ööö Hann hefur verið kannski um fertugt... sel það ekki dýrara en ég keypti það#$%&# En þetta var þvílíkt fyndið, það voru fullt af kellingum að reyna við hann á barnum (já jakkafatagaurinn var upp við barinn allt kvöldið) og þær gáfu mér svona illt auga við og við. Héldu kannski að ég ætlaði að stinga af með draumaprinsinum þeirra?!? maður spyr sig... Sumt kvenfólk hér á landi er náttlega ekki heilbrigt %) Ef þið eruð að lesa þetta þá er ég meira fyrir yngri gerðina ;)

Bylgja, Auðunn (kærasti B) og pizza komu svo í heimsókn til mín í gær, ávallt gaman að sjá þau...þó aðallega þriðja aðilann :) Bylgja auðvitað sofnaði... það bara er svoleiðis, hún sofnar alltaf við TV... þannig að ég og Auðunn tókum okkar vanalega shortara hhahahahaha
Anyways... L8ter