miðvikudagur, október 06, 2004

Komnar áfram í bikar :)

Halló Heimur
Ég var að keppa í kvöld í bikarnum, og unnum við Víking 2 með 34 mörkum.... leikurinn fór 14-48. Við spiluðum bara fínan bolta, vörnin small saman og fengum fullt af hraðupphlaupum ;) Þannig að mikil gleði í Víkinni þetta kvöldið... a.m.k. fyrir Víking 1... Það voru fullt af snilldar töktum í gangi samt. Linda stórskytta með meiru átti flottasta markið... hún stökk upp og skaut, en vörnin varði boltann þannig að boltinn fór í rosa sveig og yfir markmanninn og í markið :) þetta var snilld... Linda var alveg búin að svekkja sig að hafa látið vörnina tekið skotið og farin að bakka til baka, svo bara nú skoraði ég...? hehe Ég átti hins vegar "flottasta" varnarmúvið... að mínu mati a.m.k. :P Ég stökk upp í hávörn, en varði boltann með hausnum... bara brjálaður skallabolti...boltinn alveg flaug yfir á hinn vallarhelminginn held ég... Iss ég væri kannski bara góð fótboltakjelling ;) Svo tókst mér reyndar líka að misstíga mig bara upp úr þurru... Eygló bara ein í vörninni og datt á rassgatið... voða flott... uuuu jájá.

Næsti leikur er svo við Val mitt gamla félag... það verður erfitt en gaman að takast á við gellurnar. Minnir endilega að leikurinn sé næsta þriðjudag, þarf að tékka á því við tækifæri.

Annars er ég núna að undirbúa mig fyrir munnlegt próf í Integrated marketing communication...eða samhæfð markaðssamskipti eins og það kallast á góðri íslensku. Úfff hef aldrei farið í munnlegt próf áður, vona að ég frjósi ekki og byrji að stama... ekki að ég stami venjulega, en hver veit hvað gerist ;)

Hef líka smá áhyggjur af Íslandi í dag... maður þurfti bara að kíkja á forsíðu DV í dag til að átta sig á því að við lifum í sick world. Ég segi nú bara gangi honum vel að ná sér í kvonfang eftir þessa frétt.... fyrr myndi ég giftast ketti.


En jæja, best að halda áfram að læra....vúhú
L8ter