mánudagur, október 04, 2004

Góð helgi..... uuuu nei

Þá er bara kominn mánudagur... helgin var nú ekkert stórkostleg hjá mér... þurfti að vakna kl.8 á laugardeginum því við áttum að hittast kl.9 niðrí Vík. Þaðan var svo farið í tveimur langferðabílum á Bakka, því planið var að fljúga með Bakkaflugi til Vestmannaeyja. Við fórum í 6 manna flugvél, því var farið nokkrar ferðir með okkur. Maður nú pínku flughræddur... sérstaklega þar sem að ég var aftast. Baddý tókst reyndar að dreifa huga manns aðeins, þar sem að hún tók flugfreyju ávarpið á íslensku og ensku :) En úffff... svo tókum við leik við Eyjapæjur, og bara hryllilegt 10 marka tap... ekki fleiri orð um það hérna ;)
Í flugferðinni á leiðinni heim fékk ég samt að sitja frammí með flugstjóranum, það var rosalegt, fullt af tökkum og ljósum.... og flugstjórinn var aldrei aðgerðalaus... alltaf að snúa tökkum, kveikja á takka, rúlla hjóli, athuga mæla... jiiii bara rosalegt.
Anyways... var komin heim um kl.19 um kvöldið, og bara tók því rólega heima, fékk mér McFlurry og horfði á imbann... enda ekkert djamm leyfilegt því það er bikarleikur á morgun þriðjudag. Frekar fyndið því við vorum dregnar á móti Víking 2... áfram Víkingur hehe En án gríns þá verða þær nú örugglega frekar erfiðar viðureignar, því þetta eru "gamlar" handboltahetjur...
En jæja ég skrifa kannski meira í kvöld eftir æfingu... ætla að reyna að læra e-ð áður en spriklið hefst
L8ter

Verð nú bara að bæta við að Jónas snilli fór í klippingu í dag. Og haldið að maðurinn sé ekki bara orðinn frekar stutthærður.... jiii fer honum þvílíkt vel!!