föstudagur, október 01, 2004

Velkominn október

Halló Heimur.
Var nú bara að skríða heim núna. Fór náttlega á æfingu + liðsfund og er síðan búin að vera uppi á 8.hæð hjá m+p að horfa á Idol, því að við systurnar höfum ekki Ztöð 2... Sumir keppendur voru nú alveg ágætir, en úfff segi nú ekkert um hina, nema pass.... Var reyndar svoldið fúl að hávaxni gaurinn sem söng snilldarlagið Bananaphone komst ekki áfram. Í kvöldmat fékk ég þessa líka þrusugóðu heimabökuðu pizzu ala Mamma :þ jammí!! Kolbrún Ósk litla frænka var svo aðeins að sýna sig, hún tók alveg 4 skref og datt svo á bossann hihi algjör rúsína. Eyrún Alda var hins vegar ekki eins hress, enda hálf sybbin eftir að hafa vaknað kl.5 í morgun...
Annars er leikur hjá mér á morgun, við í Víking erum að fara í heimsókn til Eyja... spurning hvort verði flogið... Við þurfum nú að gera eins og strákarnir, sem voru fyrr í kvöld að vinna ÍBV í frekar grófum leik heyrði ég. En frábært hjá þeim!!! Halda svona áfram!

Ótrúlegt að það skuli vera kominn október, tíminn bara líður allt of hratt...en það verður sko gaman í desember þegar ég útskrifast, þá verður partý í Blíðheimum! (fyrir þá sem ekki vita þá heitir íbúð okkar Öldu sys Blíðheimar ;)) Nú var Fía gella að koma, hún og Alda ætla að kíkja nett í e-ð kveðjupartý...skilja litlu sys bara eina eftir heima jahérna hér ;)
En ussss það er e-ð spennandi í sjónvarpinu.... þannig ég kveð í bili
L8ter