laugardagur, október 09, 2004

Halló Heimur
Ég var að koma heim af æfingu... úfff alveg erfitt að fara á æfingar kl.9 á laugardagsmorgni. Æfingin var fín, nema ég fæ alltaf högg á hægri þumalputtann... ferlega vont :( Er svo bara að fara að taka til og baka þangað til að leikurinn byrjar. Hörku handboltaleikur er í kvennadeildinni, en Valur er að fá ÍBV í heimsókn á Hlíðarenda kl. 14 í dag. Leikurinn er nú sýndur beint í TV þannig að ég ætla að baka brownies og hafa það kósí meðan ég horfi á leikinn ;) Held maður verði svo að fara að læra eftir leikinn.... þýðir víst ekki að reyna að sleppa því.
En jæja ætla að vippa mér í sturtu...
L8ter