fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Til Öldu

Alda sys var e-ð að kvarta að ég skrifaði aldrei neitt um hana, en nú verður bætt úr því ;) Ekki að ég fái ekki overdose af henni daglega, þar sem ég bý með henni. En hún er svo ágæt stelpan að þetta er bara hið ljúfasta líf... oftast nær :þ
Alda hefur komið á plakat - ekki ég... held líka hún sé meiri plakats-týpa en ég! ekki að ég myndi ekki sóma mér vel upp á hvaða vegg sem er :D Hún virkar lítil á plakatinu, en hún er bara staðsett við hliðina á risa, þannig ekki láta gabbast! Svo var körfuboltinn ekki photoshoppaður inn á myndina, hún er í alvöru að snúa kvikindinu! þetta get ég ekki!




Alda er líka týpan sem planar svoldið fram í tímann... annað en ég ;) Hún liggur við ákveður á miðvikudegi í hverju hún ætlar að vera á laugardagsdjamminu.... svo líka dæmi þegar við vorum að horfa á TV fyrir stuttu, kom upp úr henni "Hey þetta er peysan sem ég ætlaði að gefa þér í jólagjöf!" Ok, í fyrsta lagi plönum gjöfina mína í október... í öðru lagi fæ ég greinilega ekki þessa peysu fyrst hún var að segja mér þetta... en hver veit kannski er hún að plata mig!

En stelpan er frábær knús knús og ég skal tala oftar um þig, (þ.e. ef hún verður ekki óð þegar hún lítur næst á bloggið mitt) ;)

L8ter