fimmtudagur, nóvember 11, 2004

43 dagar til jóla

Halló
Vorum að keppa fyrr í kvöld við Hauka, og það gekk hræðilega ): Guðmunda átti samt stórleik, skoraði 8 mörk! Ömurlegt að liðið nýti sér ekki þegar stórskyttan er sjóðandi heit ;) En svona er þetta bara.... #7 fékk næstum ekkert að spila, var kannski inná í 3 mín samtals og tókst að fá 2 mín brottvísun á meðan - úfff ekki jákvætt - nenni ekki að fara út í details hvernig þetta var.

Annars er maður bara að drukkna í skólastuffi. Lokaverkefnið fer núna á billion þar sem maður er búinn í öllum öðrum verkefnum...finally! Þannig það er spurning hvort mar fari á Ripp Fuel eða kaupi sér kaffivél?? Pæling.

Annars lifi ég fyrir jólin... þau eru alveg að halda manni gangandi, besta gulrót í heimi!




Kveðja #7