miðvikudagur, desember 29, 2004

Fræðingurinn Eygló

Jahérna hér, haldiði að ég sé ekki bara orðin viðskiptafræðingur! Búin að ná öllum prófum, sko stelpuna ;) Fékk símtal í dag frá kennaranum mínum, og hann sagði að hann hefði gert mistök og að ég hefði átt að fá mun hærra en ég gerði (fékk fyrst 5 og féll) Þannig kennarinn bara baðst afsökunar og vonaði að þetta myndi bjarga áramótunum! :) Ég var búin að gera dauðaleit af glósunum og búin að vera á á bömmer yfir þessu öllu saman... en ég er þvílíkt ánægð núna þannig það skiptir ekki máli ;) Brautskráningin er samt ekki fyrr en 29.janúar, þannig maður hefur nógan tíma til að undirbúa gott teiti :þ
Annars er ég enn smá slöpp...fyrir utan það er allt í blóma
L8ter