föstudagur, desember 17, 2004

Wordless

Halló Heimur
Já NÚ veit ég að maður á ekki að djamma á fimmtudögum... sérstaklega þegar það er vinna daginn eftir :S Úff hvað þetta er búið að vera erfiður dagur, en ég fæ nú bráðum að fara heim sem betur fer!
Annars er ég að fara í útskriftarveislu til Bryndísar frænku seinni partinn í dag, gellan að verða stúdent :) Efast samt stórlega um að ég djammi, því það er partý hjá mér á morgun... maður verður nú að vera ferskur fyrir það, fyrir utan að það þarf að taka til, koma jólatrénu inn og skreyta ;)


Núna eru 7 dagar til jóla