laugardagur, desember 11, 2004

Djamm dauðans

Halló Heimur
Gærkvöldið var snilld! Kvöldið byrjaði á leiksýningunni Peysufatadagurinn sem var haldin í Mosfellsbænum. Þetta var frábær sýning og fór Steini (félagi Tullu) á kostum!! Auðvitað þurfti ég lenda í spotlightinu... því að ég ákvað að fara á klósettið rétt áður en sýningin átti að byrja. Hélt nú að ég myndi ná að komast aftur í sætið mitt áður en sýningin byrjaði... en nei nei þegar mín ætlaði að læðast inn þá var ákkurat ljóskastari á dyrnar og tóku ALLIR í salnum eftir mér :S Hljómsveitin hafði stillt sér upp við hliðina á dyrnum og liggur við að ég hafi bara labbað á einhvern í hljómsveitinni... maður hefði nú bara átt að láta eins og ekkert væri og byrja að syngja með ;) EN ég auðvitað fór bara í klessu og dreif mig í sætið mitt hihi
Eftir leiksýninguna þá fórum við í 4 manna sýru-partý þvílíka ruglið og þaðan var töllt niðrí bæ.

Svo lenti ég í stelpu niðrí bæ sem vildi endilega kyssa mig... hún bara labbaði upp að mér og bullaði eitthvað um hvað ég væri flott og vildi kyssa mig fyrir framan kærastann hennar... úffff þessir stelpukossar! það er eitthvað sem ég mun aldrei skilja... þannig ég bara þakkaði fyrir áhugann og afþakkaði gott boð ;)
EN úfff þetta var alvöru djamm! Snilld takk fyrir mig

Núna eru 13 dagar til jóla