Ég er ekki dreki
Jæja núna er þjálfi búinn að hringja í mig og segja að þetta hafi verið misskilningur hjá mér... Segir að hann hafi meint að ég yrði ekki í 14 manna hóp þegar við keppum. Ég veit ekki, þetta er e-ð skrýtið...það er náttlega alltaf hægt að segja svona eftir á. Hann nefndi ekki einu orði um það að hann væri að tala um leikina en ekki almennt, og það er náttúrulega risastór þáttur í þessu sem hann hefði auðvitað átt að taka skýrt fram! Annars hef ég sterkar skoðanir á þessu máli, sem ég ætti bara að hafa fyrir sjálfa mig. Þetta er bara leiðinlegt, en gott samt að vita núna að ég má æfa með stelpunum.Anywho, ætla ekki að babla um þetta meira, þetta er búið og gert! Ætla að hugsa mig aðeins um hvað ég geri... hvort maður mætir á æfingu aftur, eða hvort maður fer bara í e-ð allt annað. Það fólk sem þekkir mig (t.d. Lafðin ;)) veit hvað ég get orðið rosalega sár... ;S
Takk fyrir kommentin, maður veit sko hver það er sem styður mann, no matter what! ;)
Er annars bara í góðum fíling, lærdómur í fullum gangi og síðasta prófið mitt á föstudaginn!!! Taumlaus gleði framundan! Svo hef ég ákveðið að hætta að blóta flotta jóladagatalinu mínu :þ
Núna eru 17 dagar til jóla
<< Home