sunnudagur, janúar 09, 2005

Along came a spider

Sunnudagar eru snilld! Fékk að sofa út , en það hefur ekki gerst síðan fyrir nákvæmlega viku... Helgin var nú þvílíkt róleg hjá mér, bara yndislegt :) Í gær horfðum ég, Brandur, Alda og Siggi á Taxi driver með Robert De Niro og Jodie Foster... ótrúlegt að ég hafði aldrei séð þessa mynd áður! Robert ekkert smá ungur og mjór. Frekar flottur bara! sérstaklega með hanakambinn ;)


Svo erum við Alda búnar að losa okkur við allt jóladót, nema nokkrar ljósaseríur sem er bara kósí að hafa, allaveganna út janúar. Ég rétt svo náði að ýta Vigfúsi (jólatréið okkar) út á svalir... úfff þetta var viðbjóður! Fann nokkrar köngulær (svona dordingla) á tréinu... jakkk :S þannig ég vona að þeir frjósi til bana úti á svölum :)

Spurning hvenær maður djammar næst, fer líklega eftir hvenær maður kemst í hópinn í handboltanum :þ
L8ter