þriðjudagur, janúar 04, 2005

24 og handbolti

Halló halló
Já nú er ég loksins búin að ákveða mig varðandi handboltann! Ég ætla að byrja aftur. Ég er búin að vera lengi að velta þessu fyrir mér...en ég bara verð að byrja aftur! Farin að sakna harpex lyktarinnar, komin með allt of langar neglur og svo auðvitað langar mig að fara að lemja aftur á saklausum handboltastelpum og setja nokkur mörk ;)


Annars er ég í vinnunni núna en get ég ekki beðið eftir að komast heim! Er nebblega sokkin inní hina mögnuðu þætti 24, seríu 1... það er bara fáránlegt hvað maður verður húkked á þessu! Brandur er með mér í þessu og við erum komin á þátt 16 minnir mig... hummm sem þýðir að það eru 9 þættir eftir af seríunni. (Klár stelpa, ég veit) Þetta er bara svakalegt, Kiefer eða Jack Bauer eins og ég þekki hann best núna er í topp formi! Hann er samt í betra formi núna í dag, sá nebblega kvikyndið niðrí bæ um daginn. Kannski er það sjónvarpið sem bætir á hann nokkrum kílóum.... ég þarf að skoða þetta betur á eftir.

Frá vinstri: Kim (dóttir Jack og Terri), Terri, Jack, David Palmer (forseta frambjóðandi) og Nina (vinnur með Jack)

Gleði gleði, bara hálftími þar til vinnan er búin ;)
L8ter