mánudagur, mars 21, 2005

Dymbilvika

Halló halló
Þá er Dymbilvika komin. Sem þýðir að ég þarf bara að mæta í vinnuna mánudag, þriðjudag og miðvikudag :) Yndislegt að fá 5 daga helgi!!
Annars var Víkingspartý hjá mér á laugardaginn... og ég held að það verði langt í næsta partý hjá mér! Það var samt alveg mjög gaman - fyrir utan ælu á stofuteppið, þrif á ælupilsi, glerbrot á svölunum og brotna bolla :S En þetta var bara of mikið fyrir mína litlu sál og ég komst aldrei í almennilegt partý stuð. Svona er þetta bara - handboltapartý eru aldrei þekkt fyrir að vera í rólegri kantinum ;)