sunnudagur, janúar 16, 2005

Domingo

Þá er ég búin að uppfæra hlekkina mína.... fullt af nýju áhugaverðu fólki komið á kantinn :) Ég meira að segja raðaði þessu í stafrófsröð! Mætti halda að maður hefði ekkert að gera á sunnudegi nema laga bloggið og bíða eftir að fara að keppa í kvöld ;) Leikurinn í kvöld er við FH, og byrjar hann kl. 19:15 í Kaplakrika. Það er nú eins gott að við spilum betur en í síðasta leik...því við getum varla spilað verr en þá :S
Svo er planið að fara í bíó eftir leikinn, spennandi kvöld framundan!
Nýtt kortatímabil fer líka að byrja hjá mér, mikil gleði :) Þá er ég að spá í að fara í klippingu!! mmmm búin að bíða eftir því lengi. Er að spá í að leyfa bara klipparanum að ráða hvað hann gerir...