Sigur
Já við unnum FH í gær, 27-29 . Mikil gleði hjá Víkingsgirls! Ég fékk að spila slatta - aðallega í vörninni, en setti þó eitt mark ;) Þetta þýðir líka að það verður hitað upp í fótbolta á æfingu í kvöld jibbý!Annars fór ég með Brand í bíó í gær, á Finding Neverland. Prýðis góð mynd, Johnny Depp fór að kostum að vanda og Kate Winslet er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér. Myndin var reyndar smá sorgleg á köflum og ég þurfti að hemja mig til að missa mig ekki í vælinu... en ég á alveg til að lifa mig aðeins of mikið inn í kvikmyndir...
Svo er ég búin að panta mér tíma í klippingu á miðvikudaginn, get ekki beðið!
<< Home