Páskafrí!
Jæja þá er maður alveg að komast í páskafrí :) Skrítið að vera í fríi án þess að þurfa gera nokkurn skapaðann hlut... því venjulega hefur maður þurft að læra og vinna upp verkefni.
Núna er u.þ.b. 1 og 1/2 mánuður í að ég fari til USA til Sigrúnar sys og family...hlakka rosalega til að hitta þau og auðvitað líka sjá USA og versla ;) Hérna eru litlu frænkulingarnir mínir - elska þessa mynd af þeim!
-
Ég er búin að kaupa mér Rís-páskaegg nr.9 nammi namm :þ Gjörsamlega missti mig í Bónus... keypti nebblega líka Quality Street, Apollo lakkrís, Mars, snakk, pepsí max, coca cola, Haribo hlaup og ís ;) En ég held nú að ég fái hjálp við að borða þetta.... vonandi :)
Morgundagurinn verður svakalegur, því að þá er hvorki vinna né handboltaæfing! Spurning hvað maður gerir af sér... það verður allavegna pottþétt sofið út :D
<< Home