mánudagur, júní 06, 2005

Flutt!

Þá er ég búin að sofa 2 nætur í Stórholtinu, og bara svaka fínt! :) Tók líka risa skref í gær og bauð húsverðinum á gamla staðnum góðan daginn... held ég sé bara svona ánægð yfir því að fara :þ
Handboltinn að gera út af við þá gömlu - fékk bara massa í hnéin :S Það er svona að fara út að hlaupa í klukkutíma og svo lyfta lappir... svo á víst að vera Cooper test í dag - sé það ekki alveg fyrir mér gerast!
Annars er bara ný vinnuvika byrjuð og ég þarf víst að fara að vinna...