fimmtudagur, apríl 06, 2006

Fróðleiksmolar

Hitti vinkonur mínar um daginn, eftir áralangan undirbúning ;) og sú hugmynd kom upp að setja inn fróðleiksmola hérna á glóuling! Þetta var held ég bara grín - en ákvað samt að láta þetta gerast ;) Enda ekki þekkt fyrir annað en að taka gríni alvarlega... haha
Málið er að ég keypti mér vasahandbók um fána heimsins þegar ég var í Borgarfræðinni - enda vildi ég ekkert vera algjör vitleysingur við hliðina á blessuðu ferðamálafræðinemunum ;) og að sjálfsögðu vil ég deila þeirri visku með ykkur!
-
Auðvitað byrjar maður á Íslandi!
Fyrsti þjóðfáninn var tekinn í notkun 1897. Þá var fáninn blár í grunninn með hvítann kross. En fáninn þótti of líkur gríska fánanum og því var rauðum krossi bætt við ofan á þann hvíta - það gerðist þann 19. júní 1915.
Fánalitirnir táknuðu upphaflega fjallablámann, ís og eld, en nú orðið er sá skilningur að blái liturinn tákni hafið.
Ísland bezt í heimi!