fimmtudagur, desember 16, 2004

X-Mas 2004

Halló Heimur
Haldiði að ég sé ekki mætt bara í vinnuna! Jahérna hér... ekki mikið jólafrí hjá mér :( En ég var heppin að fá vinnu á Orkuveitunni, því það er svo erfitt að fá vinnu núna ;) Var ráðin út janúar, en svo veit maður ekki hvað tekur við...lifi í óvissunni bara :þ

Svo eru Sigrún, Eyrún og Kolbrún farnar til USA... vona að ferðin gangi vel, því þetta er ekkert smá ferðalag! Hugsa til ykkar vitleysingarnir mínir ;)

Annars er ég að fara á X-Mas tónleikana í kvöld! Sigurjón ætlar að mæta til mín og við ætlum að fá okkur nokkra öllara og fagna próflokum almennilega :) Síðan förum við á tónleikana og svo kemur bara í ljós hvert ferðinni verður heitið...

Núna eru 8 dagar til jóla