þriðjudagur, mars 01, 2005

Vilkommen mars

Loksins er mars kominn! Janúar og febrúar eru frekar daufir mánuðir, þannig að ég er óvenju glöð og bjartsýn í dag ;) Páskarnir eru í mars og það gerir mann ennþá ánægðari!
Baddý handboltagella í Víking á afmæli í dag/gær (29.feb) þannig ég vil óska henni til hamingju með afmælið! Þetta er risa stór afmæli, því að hún er 25 ára! Til lukku skvísa! :)

Hérna er einmitt Baddý táningur....

Einnig eiga Maggi kærasti Evu Bjarkar og Gummi kærasti Fíu píu afmæli 29.feb, báðir 25 ára! Og segi ég bara til hamingju allir sem eiga afmæli þennan merka dag :)
En talandi um allt annað - Matseðill dagsins hljómar ágætlega... en það er Gordon bleu með sveppasósu og rjómalöguð grænmetissúpa. Vona bara að þetta sé ekki innbökuð fita með ostasósu... kemur í ljós.
En vinnan kallar - L8ter