föstudagur, febrúar 18, 2005

Hamborgari, Hrísmjólk og Pizzuveisla

Halló halló
Við komumst loks til Eyja í gær... en okkur gekk ekki nógu vel og töpuðum við leiknum 29-23 :( Ég náði að setja 4 mörk - langt síðan ég hef sett þetta mörg mörk í leik... en mér er illt alls staðar. Kom heim eftir ferðina, fékk mér pizzusneiðar sem Alda yndissys gaf mér (koss* til Öldu) og svo sofnaði ég fyrir miðnætti (það gerist bara næstum aldrei!)
Í hádeginu fékk ég hamborgara og franskar ala Maggi Orkuveitu kokkur - þetta var bara prýðisgóður borgari :) Fékk mér líka
Hrísmjólk sem var á boðstólum, en borða hana ekki fyrr en núna... er að fara að opna kvikyndið þegar ég er búin að skrifa þennan pistil ;) Ég hef aldrei áður smakkað Hrísmjólk... hummm þessi Hrísmjólk sem ég er með við lyklaborðið er með skógarberjasósu - hlýtur að vera gott :þ
Svo er æfing strax eftir vinnu kl. 17, æ það verður gott að hreyfa sig eftir svona leik (alla vegna gott eftir á). Síðan er manni boðið í pizzuveislu heima hjá Brandi í kvöld - mmmm ég bara get ekki hætt að borða pizzur ;)
Á morgun er ég síðan að fara í brúðkaup - það ætti nú að vera gaman :) þarf bara að finna mér dress...
En jæja Hrísmjólkin er að verða brjáluð!!!
L8ter