fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Daglegt líf

Halló frábæra fólk
Er ennþá í vinnunni, því ég mætti ekki fyrr en klukkan 10 í morgun :S Það var vísindaferð í gær með vinnunni og ég var bara alveg búin eftir hana! Tekur á að fara í svona ferð frá kl. 10- 22:30... En ferðin heppnaðist mjög vel og er ég búin að setja myndir frá ferðinni á myndasíðuna mína :)
Í dag bauð ég Brandi í hádegismat hérna í vinnunni, það var nefnilega BBQ rif, maisstönglar og heimalagaður ís á boðstólum :þ Þetta var yndislegt og vorum við eins og villimenn í matsalnum að slafra í okkur rif með puttunum ;)
Er annars að fara á æfingu kl. 18 - það ætti að vera stuð eins og vanalega... Það er leikur hjá okkur á laugardaginn við Gróttu/KR. Það verður erfiður og mikilvægur leikur. Bæði lið í botnbaráttu og Grótta/KR nýbúnar að vinna útlendingahersveitina frá Vestmannaeyjum í bikarnum... Leikurinn er í Víkinni kl. 14, þannig um að gera að koma og styðja okkur - ekki veitir af!
Auf wiedersehen