Tvífarar dagsins
Held samt að Maradona sé til vinstri... ekki alveg viss samt.
Fór á útsölu í Skífunni í gær... mjög sátt við afraksturinn, en ég splæsti í:
- Hjálmar - Hljóðlega af stað
- Slowblow - Nói albínói
- Úlpa - Mea culpa
- Tenderfoot - Without gravity
- Modest Mouse - Good news for people who love bad news
Fékk þetta allt undir 5.000 kallinum, en reyndar var einn skiptidiskur fyrir cd sem ég fékk í jólagjöf - langaði ekkert voða að eiga Nýdönsk og sinfó ;)
Annars er planið að vera óþekk í kvöld og fara í seint bíó... á myndina Sideways. Svo þarf ég líka að fara út að hlaupa, þvo og horfa á THE GAME (Man. Utd. - Chelsea)... vonandi tekst mér þetta allt saman :)
Bein útsending frá síðari leik Manchester United og Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins. Hér mætast tvö af bestu liðum Englands en í margra augum er þetta hinn raunverulegi úrslitaleikur keppninnar. Rauðu djöflarnir hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri í deildabikarnum en búast má við að Alex Ferguson tefli fram sínu sterkasta liði í kvöld. Félögin mættust á Stamford Bridge fyrir hálfum mánuði.
<< Home