Halló Heimur
Helgin var mjög góð - róleg á föstudaginn, leikur við Stjörnuna á laugardag og svo djamm um kvöldið með Bylgju vinkonu. Við töpuðum leiknum með einu marki, frekar súrt, en við vinnum bara næsta leik! Ég byrjaði inná í vörn, og fékk að spreyta mig fullt í sókninni líka. Ég setti samt bara eitt mark, þarf að bæta mig í sókninni... en held að varnarleikurinn hafi verið ágætur - enda með klassa varnarjaxla við hliðina á mér ;) Djammið í gær var rosalegt og frekar skrítið ... tjái mig ekkert um það hér hehe.
Fékk mér rosa þynnku pizzu þegar ég vaknaði í dag, Dominos Extra með fetaosti. Það er núna boðið upp á það að fá fetaost frítt oná pizzuna og það er bara þvílíkt gott! Annars er dagurinn búinn að fara í nákvæmlega ekki neitt nema borða og sofa.
Það er leynivinavika í handboltanum þessa viku. Ég fékk ----------- sem vin og er massa sátt :þ Nú þarf maður að leggja hausinn í bleyti og finna eitthvað sniðugt fyrir vin minn!
L8ter
sunnudagur, janúar 23, 2005
Svo er margt sinnið sem skinnið
à heimsóknGóðar síður
Fólk
Litlir vitleysingar
Yndisleg tónlist
Nýlegt
<< Home