Flöskudagur :)
Halló Heimur
Ég og Bylgja fórum á tónleika í gær á Grand Rokk, það voru Lára og Tenderfoot sem sýndu hvað í þeim býr. Tenderfoot voru þvílíkt flottir!! Eina sem böggaði mann var að fólk talaði svo mikið að hljómsveitin var farin að sussa á fólkið... ekki alveg nógu gott, æjj kannski er ég bara of mikill fan, en mér finnst þetta óvirðing.... En þetta var yndislegt, hittum tvær vinkonur Bylgju, og síðan Brand & vini hans. Hitti líka Signý, enda er þar klassa manneskja með klassa tónlistarsmekk :) Hún sagðist alltaf lesa bloggið mitt og því fær hún spes kveðju! HÆ SIGNÝ, TAKK FYRIR SÍÐAST :P
Bylgja og vinkonur hennar yfirgáfu svo svæðið til að geta tjattað á Celtic, en ég kláraði tónleikana með Brand og co. Síðan kíktum við aðeins á Prikið, hittum þar Hjalta Kristins og félaga. Þar var fólk óvenju ferskt á fimmtudagskvöldi, enda komum við rétt fyrir lokun ;) Brandur var nú orðinn ágætlega hífaður... frekar fyndið að fylgjast með honum hvæsa á fólk á leiðinni í bílinn hehe Svo var ég stoppuð af löggunni á leiðinni heim...fékk nú nett hjartaáfall... var látin blása og allt :S En ég var með áfengislaust blóð, þannig þetta var bara stuð ;)
Það var svo mikið panic að koma mér á tónleikana, var að þvo og misreiknaði eitthvað tímann, þannig ég gleymdi símanum mínum heima. Þegar ég kom heim var ég með 6 sms... þar af voru 4 frá leynivini mínum hihi Leynó þú ert æði!! :)
L8ter
<< Home