sunnudagur, apríl 10, 2005

Þá er kominn sunnudagur. Helgin er búin að vera stórfín hjá mér.
Á föstudagskvöldið kom Bylgja til mín og við vorum bara heima í Blíðheimum :) Ótrúlega gaman hjá okkur - drukkum breezer og bjór, horfðum á U2 tónleika (ég á gamla spólu sko ;)) og tjöttuðum um allt og ekkert til að verða 6!! Þetta var snilld :þ
Laugardagskvöldinu var deilt með Brand :) Við horfðum á nokkra Lost þætti (þvílíkt spennandi þættir úfff!) og svo á myndina
Ray... þrælgóð mynd! Fengum okkur nokkra eðal tékkneska Budweisera, voða kósí*
Í dag fór ég í fermingaveislu til Önnu frænku, rosalegar veitingar :P Var stanslaust borðandi frá 14 - 16:30... forréttur, aðalréttur og eftirréttur! Svo er ég núna að fara að taka smá til og ætla að elda fyrir Brand :) Nota tækifærið meðan Alda og Siggi eru á Stykkishólmi híhí