Frílok
Þá er páskafríið búið og vinnan tekin við á ný. Ég hafði það voða gott um páskana - fyrir utan hryllilegar morgunæfingar í handboltanum... en ég er nú að jafna mig á því ;) Núna eru bara 3 dagar í að sýningin hans Brands opni og mér sýnist þetta ætla verða rosa flott hjá honum. Hlakka þvílíkt til að sjá sýninguna - samt ömurlegt að ég missi líklega af opnuninni, því að það er fyrsti leikur í 8.liða úrslitum sama kvöld (31.mars) Ég er samt búin að biðja um óveður svo að það verði ófært til Eyja ;) Annars verð ég bara að koma seinna - en sýningin stendur alveg í 3 vikur.
En jæja, skrifa meira síðar - vinnan kallar
L8ter
<< Home