þriðjudagur, apríl 05, 2005

Úti er alltaf að snjóa....

Jæja kominn tími til að steypa eitthvað hérna á Glóuling.... er það ekki. Það var æfing í gær... sú fyrsta eftir að við duttum út úr keppni. Við vorum í fótbolta allan tímann og mér fannst það voða gaman :) Mitt lið (eldri - já maður er víst í eldri helmingnum :S) vann að sjálfsögðu! ;) Svo er frí í dag og á morgun - ágætt að fá smá frí.
Svo verð ég að hrósa Snæfellingum fyrir að jafna metin á móti Keflavík í Intersportdeildinni í basket. Ég varð sjálfkrafa stuðningsmaður Snæfells þegar Alda sys fékk sér eitt stykki ástmann úr liðinu ;) Siggi stóð sig líka rosa vel... hér kemur kvót úr Fréttablaðinu: "Þegar hálf mínúta var eftir skoraði Sigurður Þorvaldsson þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 95-93." Ég segir bara til lukku Snæfell!
Svo er planið að halda upp á afmælið mitt þann 16.apríl, sökum þess að 17.apríl lendir á sunnudegi þetta árið. Úfff maður er víst að verða 25 ára! Ég er búin að panta efri hæðina á Prikinu og mun ég senda mail á mitt fólk og bjóða formlega í partý on the Stick! :þ Það verður allt löðrandi í bjór og nöktum líkömum!!