mánudagur, september 18, 2006

Haustið að koma

Jæja kominn tími á smá blogg. Er stödd í vinnunni eins og er - ekki alveg að nenna því, enda mánudagur... Er samt á leiðinni í bíó með Brandi eftir vinnu, þannig það heldur í mér stemningunni ;) Ætlum á mynd sem heitir Enron og er hún á IFF 2006 kvikmyndahátíðinni.
Fyrir áhugasama:
ENRON: THE SMARTEST GUYS IN THE ROOM
Mögnuð heimildarmynd um stærsta hneyksli Bandarískrar viðskiptasögu. Litið er á málið frá ölum hliðum en yfirstjórnendur Enron tóku með sér um billjón dollara og skildu fjárfesta og starfsmenn eftir tómhenta, um það leyti er fyrirtækið var 7. stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. Talað er við innherja úr innsta hring og einstakar mynd- og hljóðupptökur frá fyrirtækinu sjálfu og starfsfólki þess sýna vel að stóru draumarnir og ótakmarkað sjálfstraustið sem einkenndi þann kúltúr sem Enron hreykti sér af, var í raun ekkert annað en algjör klikkun og siðleysi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.http://www.imdb.com/title/tt0413845/
http://www.enronmovie.com/

Portúgal var snilld! Mikið borðað og drukkið og slappað af :) Þetta var alveg yndisleg ferð!!!!
Svo er maður bara að fara aftur til útlanda..... obbobbobb.... er að fara þann 13.október til Berlínar með Sigrúnu Ósk og Siggu :) Þetta verður nett helgarferð sem fer að öllum líkindum bara í verslun og djamm híhí. Ætlum að gista hjá systur Sigrúnar, henni Helgu, ekki amalegt að fá fría gistingu. Komum svo aftur heim þann 16.október.

Já svo eru bara 13 dagar í áætlaðan fæðingardag litlu sætar hennar Öldu og Sigga - ótrúlegt alveg hreint!!!

Svo er um að gera að svara spurningalistanum - og þá veit ég hverjir þekkja mig nógu vel ;)

http://www03.quizyourfriends.com/takequiz.php?quizname=060918133432-901338