Sigrún systir afmæli
Það er merkisdagur í dag, því að Sigrún systir mín er 30 ára!
Innilega til hamingju með daginn dúllus minn :)
Hérna sést sæta systir mín.
Er að fara í afmæli til hennar í kvöld - hlakka mikið til að gæða mér á góðmeti og hitta alla :) Við systkyni hennar (og makar að sjálfsögðu ;) gáfum henni svaka fína gjöf: Línuskauta, hlífar (svo hún meiði sig nú ekki þegar hún dettur), andlits- og augnkrem, eyrnalokka og nýjasta Trivial persuit spilið! Það hlýtur svo að vera spilakvöld bráðum :þ
<< Home