4 dagar í brottför!!
Appelsínuguli liturinn var sérstaklega óstöðugur og vildi roðna eftir nokkurn tíma og því var rauður gerður að opinberum lit á miðri 17.öld. Þetta hafði áhrif á gerð þrílita fánans á Rússlandi. Pétur mikli Rúsakeisari hafði miklar mætur á Hollendingum og tók upp tilbrigði við fána þeirra handa Rússum.
Hollenski fáninn var þó ekki staðfestur með konunglegum úrskurði fyrr en 19.febrúar 1937.
.
Belgíski fáninn var tekinn í notkun 23.janúar 1831.
Svart, gult og rautt hafa verið litir Belgíu frá því fyrir sjálfstæði. Fyrsti fáninn í þessum litum var þverbekkjafáni (líkt og sá hollenski) en breytt var yfir í standbekki að fengnu sjálfstæði 1831 til að líkja eftir franska þrílita fánanum, tákni frelsis og byltingar.
.
Franski fáninn var tekinn í notkun 15.febrúar 1794. Þríliti fáninn var dreginn að hún í byltingunni og hefur síðan orðið frelsistákn um allan heim.
Trúlega má rekja litina til lita Parísar þótt þeir séu yfirleitt tengdir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Vegna þess að Frakkland á sér ekkert skjaldamerki er þríliti fáninn jafnframt merki þjóðarinnar.
<< Home