föstudagur, apríl 07, 2006

4 dagar í brottför!!

Við Brandur fljúgum til Amsterdam 11.apríl, tökum rútu þaðan til Brussel og gistum þar í 2 nætur. Síðan er ferðinni heitið til Parísar og verðum við þar í 5 daga. Svo förum við í lest aftur til Amsterdam þann 18.apríl og verðum þar til 20.apríl - en þá fljúgum við heim :) Þetta verður sko ævintýri - hlakka þvílíkt til!
-
Hvað sem því líður - þá er komið að fróðleiksmola dagsins. Í tilefni þess að ég er að fara til Hollands, Belgíu og Frakklands - þá verður fróðleikur um þeirra fána .
.
Hollenski fáninn er einn af lykilfánum mannkynssögunnar og varð hann til um 1600.



Appelsínuguli liturinn var sérstaklega óstöðugur og vildi roðna eftir nokkurn tíma og því var rauður gerður að opinberum lit á miðri 17.öld. Þetta hafði áhrif á gerð þrílita fánans á Rússlandi. Pétur mikli Rúsakeisari hafði miklar mætur á Hollendingum og tók upp tilbrigði við fána þeirra handa Rússum.

Hollenski fáninn var þó ekki staðfestur með konunglegum úrskurði fyrr en 19.febrúar 1937.

.

Belgíski fáninn var tekinn í notkun 23.janúar 1831.

Svart, gult og rautt hafa verið litir Belgíu frá því fyrir sjálfstæði. Fyrsti fáninn í þessum litum var þverbekkjafáni (líkt og sá hollenski) en breytt var yfir í standbekki að fengnu sjálfstæði 1831 til að líkja eftir franska þrílita fánanum, tákni frelsis og byltingar.

.

Franski fáninn var tekinn í notkun 15.febrúar 1794. Þríliti fáninn var dreginn að hún í byltingunni og hefur síðan orðið frelsistákn um allan heim.

Trúlega má rekja litina til lita Parísar þótt þeir séu yfirleitt tengdir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Vegna þess að Frakkland á sér ekkert skjaldamerki er þríliti fáninn jafnframt merki þjóðarinnar.