Loksins!
Já loksins loksins er ég búin með The Da Vinci Code bókina! Ég byrjaði á henni í júní 2004 og lauk henni í dag - fyrir hálftíma. Reyndar er ég búin að lesa fyrri hlutann tvisvar sinnum, enda las ég bara fyrri hlutann sumarið 2004 og var búin að gleyma öllu. En það mátti ekki tæpara standa, því ég á boðsmiða á myndina á morgun í hádeginu - og vildi fyrir alla muni lesa bókina fyrst. Er líka búin að heyra slæmar sögur af myndinni - sem á víst ekki að vera uppá marga fiska, en maður verður samt að sjá hana er það ekki ;)
Svo er það bara næsta bók! Spurning hvaða bók verður fyrir valinu... annað hvort ævisaga Audrey Hepburn, sem ástmaður minn gaf mér eða Draumalandið eftir Andra Snæ.
Svo er það komið í ljós að Alda sys mun eignast lítið stúlkubarn í október - hlakka mikið til að sjá hana :) Og síðast en ekki síst er Sigrún sys og family að flytja heim þann 26.maí - for good!! Já loksins! :) Þá verður nú mikil gleði.
Já það eru góðir tímar framundan!
<< Home