Hej
Þá er ágúst genginn í garð og sólin tekur heldur betur vel á móti honum! Ekki að ég hafi fengið að njóta dagsins, heldur er ég að vinna frá 11 - 21... ekki svo gaman. EN ég verð forrík hahaha ;) nei nei segi svona. Það er svo mikið af fólki í sumarfríi að menn þurfa að fórna sér smá. Bossinn er líka búinn að dekra við starfsfólkið í dag, búin að fá pizzu, kók og ís :þ enda svakalega mikið að gera!
Ég geri nú ekki neitt um Verslunarmannahelgina, verð að vinna á laugardaginn, en fæ náttlega frí á mánudaginn :) Þannig fullt af rólegheitum bara. Svo langar mig rooosalega að fara til sólarlanda í viku með ástmanni - vonandi rætist úr því :)
En ég bið bara að heilsa í bili, luuuuv Johnson
<< Home