mánudagur, október 09, 2006

Fréttir af Glóu

Þá er október bara kominn á ágætis skrið. Búin að fastráða mig hjá Landsbankanum þannig að maður hangir þar víst eitthvað lengur ;)
Berlínarferð mín, Sigrúnar og Siggu er eftir 4 daga! Kominn smá tilhlökkun. Brottför er semsagt 13.okt kl. 15:20 þannig það verður sko öllari á vellinum. Svo komum við heim um kl. 23 mánudaginn 16.okt. Úfff ég þarf að verlsa svoooo mikið - vona að ég tapi mér ekki híhí
Alda, Siggi og litla sæt eru síðan flutt til Stykkishólms :( ekkert voða gaman að hafa þau svona langt í burtu, en vonandi fæ ég að fljóta með Sigrúnu sys eða mömmu og pabba þegar þau heimsækja þau.
Svo var æskuvinkona mín hún Bylgja að flytja til Frakklands... náði nú ekki að kveðja hana eins og ég vildi... er frekar leið yfir því. Er að spá í að leggjast í gamaldags póstfíling og senda henni bréf - um leið og ég næli mér í heimilisfangið!