mánudagur, apríl 11, 2005

Úffff, erfitt að vakna í morgun...

Í gærkvöld fór ég á kvikmyndahátíðina, á mynd sem heitir Ett Hål i mitt hjärta. Við fórum nokkur saman, ég, Brandur, Hjalti, Andri og Linda... allt fólk sem Brandur þekkir ;) Hefði nú alveg viljað hitta þetta fólk við annað tækifæri - því að við vorum eiginlega bara kjaftstopp og í smá sjokki eftir myndina! Þetta var HRÆÐILEG mynd! Já vildi að ég hefði aldrei séð hana... viðbjóðsleg, grútleiðinleg og mér leið illa að horfa á... Hér er smá umsögn um myndina:
-
Lukas Moodysson á að baki myndir sem vakið hafa mikla athygli hér á landi: Fucking Amal, Tilsammens og Lilja 4-ever og þykir einn athyglisverðasti leikstjóri samtímans. Þessi nýja kvikmynd hans sómir sér vel í Miðnæturflokknum, því hún er alls ekki fyrir viðkvæma og hefur hneykslað fjölmarga.
Hér er sagt frá fjórum utangarðsmennskjum sem kúldrast í lítilli blokkaríbúð en ákveða að leiðin til að slá í gegn og verða rík og fræg sé að búa til heimagerða klámmynd. Með hjálp ýmissa eiturlyfja fer allt saman smám saman úr skorðum og það sem við blasir á tjaldinu er alls ekki fyrir óharðnaða áhorfendur.
ANYWHO... nóg diss í dag :) Tók eftir mjög skemmtilegum hlut í mogganum í dag, tékk it out! Svo á Vala í vinnunni afmæli í dag :) Til hamingju! Hún Vala kom með risa súkkulaðiköku í vinnunna og bjargaði þar með mánudeginum gjörsamlega ;)